Protected: Liðleiki

This content is password protected. To view it please enter your password below:

Posted in Kennsla | Comments Off on Protected: Liðleiki

Olympískar lyftingar

Lyftingar eða Olympískar lyftingar þar sem keppt er í að lyfta sem mestri þyngd einu sinni. Keppt er í tveimur greinum þ.e.a.s. snörun þar sem þyngd er lyft í einum rykk upp fyrir höfuð á beina arma  og jafnhöttun þar sem þyngd er lyft í tveimur áföngum upp fyrir höfuð, fyrst upp á axlir síðan frá öxlum og upp á beina arma.

Posted in Lyftingar | Tagged , | Comments Off on Olympískar lyftingar

Hreyfing barna almennar upplýsingar

2-5 ára
Við hverju er að búast?  Á þessum aldri eru börn að læra grunnhreyfingar eins og:

  • grípa
  • velta
  • dripla
  • sparka og kasta bolta
  • slá bolta með kylfu
  • hoppa
  • húla
  • sippa
  • hlaupa
  • jafnvægisgöngu á línu eða slá
  • hlauphopp
  • hjóla á þríhjóli jafnvel tvíhjóli

Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:
Foreldrar þurfa að hlúa vel að félagslegum-, greindar- og hreyfiþroska á þessum grunnuppbyggingar árum.  Leikni sem barn lærir á þessum tíma er grunnur fyrir flóknari hreyfingar seinna meir.  Að læra grunninn vel hjálpar börnum að ná árangri síðar.

Prufið að fara með börnin ykkar í íþróttaskóla og þess háttar sem hvetja börn til sköpunar og kenna þeim að stjórna líkama sínum í rúmi. Heima, reynið að segja sögur af dýrum og látið börninn leika söguna. Leggið áherslu á hreyfingu sem leik og verið dugleg við að hvetja og hrósa börnum fyrir að kanna og prufa nýjar heyfingar.  Munið að börnum á þessum aldri finnst gaman að nota ímyndunaraflið.

5-8 ára

Við hverju má búast?  Börn á þessum aldri get notað leikni í grunnhreyfingum  til að framkvæma flóknari hreyfingar.  Til dæmis í stað þess að slá kyrran bolta með kylfu getu það nú farið að slá boltan á hreyfingu.   Þau geta leikið lengur og af meiri krafti en yngri börn.  Sem þýðir að líkamleg geta þeirra  getur aukist.  Sum börn fá áhuga á  skipulögðum hópíþróttum, en ekki endilega keppni.

Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:

Það er góð hugmynd að skrá barnið þitt í keppnilausar íþróttir og hreyfinámskeið.  Barnið þitt ætti að prófa hreyfingar eins og hjólreiðar, línuskauta, skauta, hlaup og aðrar hreyfingar.  Fjölbreytt hreyfireynsla hjálpar börnum að finna hvað þau vilja.  Fáið börn til að reyna mismunandi hreyfingu, jafnvel þó að það sé ekki uppáhalds hreyfing foreldris.

8-10 ára

Við hverju má búast?  Börn geta nú tekið fullan þátt í hóp og félaga greinum og haldið áfram að bæta líkamlegt ástand sitt.  Hreyfing  styrkir hjarta, lungu, vöðva og bein.  Börn á þessum aldri skortir þó hormóna til að mikil vöðvaaukning verði.

Athugið:  samkvæmt rannsóknum Kenneth Cooper, MD, MPH, höfund KidFitness, virðist áhugi til að hreyfa sig minna hefjast á þessu aldursskeiði.  Börn öðlast meiri sjálfsvitund og fara að bera sig meira saman við jafningja sína. Börn sem er bráðþroska hafa líkamalegt forskot og geta vikað sem ógnun við aðra krakka á sama aldri.

Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:

Mælt er með þátttöku í íþróttahópum ef barnið sýnir áhuga. Munið að sýna mikinn stuðning.  Heima við, hjálpið barninu þínu að fagna og fylgjast með framförum í hraða og úthaldi, jafnvel að halda bókhald yfir getu í ýmsum þrautum.  Barnið gæti einnig haft gaman af styrktarþjálfun, það gæti bætt sjálfsálit barnsins og viðmót.

10-12 ára

Við hverju má búast?  Börn geta haldið áfram þátttöku í hópíþróttum og einstaklingíþróttum, eins og göngu, sundi, skautum.  Tekið þátt í dansi.  Samþykki jafningja ákvarðar hvaða hreyfingu börn velja. Hormóna breytingar byrja á þessum aldir og kynþroskaskeiðið hefst semveldur því að börn geta skynjað sig á neikvæðan hátt þegar líkaminn þroskast.

Hvað á að gera þegar barnið þitt er á þessum aldri:

Leitið að greinum sem boðið er upp á mismunandi stig eins og byrjenda og lengra komna, til að finna eitthvað sem henta miðað við þroska og getu.  Hjálpið barninu þínu að skipleggja hreyfingu sem barninu líkar.  Jafnvel að hafa sér hreyfisvæði á heilmilinu fyrir krakkan þar sem það getur stundað hreyfingu og haft sína eigin tónlist til að hreyfa sig.

Hvernig getur þú hjálpað?

Hér eru nokkur ráð til að hvetja barnið þitt, sama á hvaða aldri það er.

Stundið sjálf líkamsrækt.  Rannsóknir sýna að þar sem báðir foreldrar stunduðu hreyfingu, stunduðu einnig 95% barnanna hreyfingu.(Jafnvel þó að foreldrið sé ekki í mjög góðu formi, skiptir hvatningin og fyrirmyndin máli.)
Kennið börnum líkamsæfingar og kúnstir sem þið kunnið og reynið að finna fleiri til að kenna.
Leggið áherslu á að hreyfing sé skemmtilegt ævintýri og varist neikvæðar athugasemdir varðandi framistöðu barnsins.
Hvetjið skóla barna ykkar til að gefa tíma fyrir fjör og hreyfingu í umsjá hæfra leiðbeinanda.

Veljið rétt.

Hvort sem barnið þitt tekur þátt í skólaíþróttum, námskeiðum eða íþróttaþjálfun leitið að þjálfar eða kennara sem vinnur á eftirfarandi hátt:

Notast við hreyfingu sem er við hæfi miðað við aldur, getu og þarfir nemenda.
Hlúir að börnum sem einstaklingum og skapar keppnislaust umhverfi.
Fræðir börn um hreysti og hollustu.
Hefur áætlanir fyrir hópinn en getur brugðist við ef þær eru ekki að virka.
Er menntaður í íþróttum, skyndihjálp og öryggismálum.

Heimild:  IDEAfit.com

Posted in Greinar | Leave a comment

Nýjar rannsóknir sýna að unglingar fitna vegna skorts á hreyfingu

Samkvæmt vef bandarísku ACE samtakanna hefur nýleg rannsókn  University of California San Diego School of Medicine og  San Diego State University  gefið til kynna að skortur á hreyfingu væri helsti áhættuþátturinn varðandi offitu barna á aldrinum 11-15 ára.

Ný rannsókn sýnir að unglingar fitna vegna skorts á hreyfingu.

Samkvæmt vef bandarísku ACE samtakanna hefur nýleg rannsókn University of California San Diego School of Medicine og  San Diego State University  gefið til kynna að skortur á hreyfingu væri helsti áhættuþátturinn varðandi offitu barna á aldrinum 11-15 ára.

Rannsókninn náði til 878 einstaklinga á 45 heilsugæslustöðum í SanDiego.  Samkvæmt rannsókninni  hefur ofþungum unglingum fjölgað umtalsvert á síðustu árum.  En áhrif hegðunar eða lífstílls  á ofþyngd unglinga er ekki á fullu þekkt.   Tilgangur könnuninar var að kanna hvernig mataræði, hreyfing og kyrrsetu lífstíll tengist ofþyngd unglinga.

Daglegar athafnir eins og að ganga í skólann, íþróttakennsla, hreyfing eftir skóla, heimilsverk og almennur leikur hefur vikið fyrir kyrrsetu fyrir framan sjónvarp, tölvur og leikjatölvur, segir Ken Germano forseti ACE.  Þessi könnun staðfestir  nauðsyn  skipulagðrar hreyfingar fyrir unglinga.  Það er mikilvægt að kenna börnum okkar stöðugt að lifa virku og heilsusamlegu lífi til að forðast alvaleg heilsuvandamál í framtíðinni.

Staðreyndir um offitu í Ameríku.

  • Um 15 prósent barna og unglinga á aldrium 6-19 ára eiga við alvalegt offitu vandamál að stríða.
  • Fjöldi þeirra sem eru ofþung hefur þrefaldast síðna 1970.
  • Yfir 10 prósent leikuskólabarna á aldrinum 2-5 ára eru ofþung.
  • Önnur 15 prósent barna og unglinga á aldrinum 6-19 ára eiga það á hættu að verða offeit.
  • Rannsakendur hafa greint skerta sjálfsmynd tengda offitu hjá stúlkum allt niður í 5 ára aldur.
  • 1 af hverjum 5 börnum í bandaríkjunum eru ofþung.
  • 70% of feitra barna á aldrinum 10-13 ára verða of feit á fullorðis árum.
Posted in Greinar | Leave a comment

Hinn Þögli faraldur

Hreyfingarleysi og slæmt mataræði orsaka næstum jafnmörg dauðsföll og reykingar í Bandaríkjunum.  Þróunin er sú að reykingar eru á niðurleið en hreyfingarleysið á uppleið miðað við síðustu tíu ár. Þannig að eftir nokkur ár má búast við að hreyfingarleysi og slæmt mataræði muni taka við af reykingum sem helsta dauða orsökin.  Þess mágeta að 11 sinnum fleiri deyja úr hreyfingarleysi en bílslysum.(heimild: cdc.gov)

Posted in Greinar | Leave a comment

Gildi hreyfingar

Nútíma lifnaðarhættir krefjast enn minni hreyfingar en áður. Börn og fullorðnir sitja lengur  við nám og vinnu en áður þekktist, sjónvarpsáhorf hefur aukist og seta við tölvur hefur nú bæst við afþreyingu barna. Börn og fullorðnir eyða margfalt meiri tíma í bíl en áður. Þessar breytingar á lifnaðarháttum undanfarna áratugi hafa valdið því að fólk hefur fitnað. Nú er talið að um þriðjungur grunnskólabarna á Íslandi séu of þung og stefnir í að um helmingur verði of þungur eftir nokkur ár ef ekkert er að gert. Stærsti þátturinn í þessari þróun er hreyfingarleysi. Samkvæmt rannsóknum getur ein klukkustund af meðal erfiðri hreyfingu á dag komið í veg fyrir að barn verði of þungt.

Það er til mikils að vinna því næg hreyfing og gott líkamsástand barna:

  • Eykur sjálfstraust.
  • Eykur þol.
  • Kemur í veg fyrir offitu.
  • Eykur vellíðan.
  • Bætir námsárangur.
  • Losar um streitu.

Ein klukkustund á dag kemur heilsunni í lag.

Posted in Greinar | Leave a comment

Líkaminn þarf hreyfingu

Líkaminn er skapaður fyrir hreyfingu og ef við notum hann ekki hrörnar hann og gefur sig.  Glöggt dæmi um þetta er að ef útlimur er settur í gips rýrna vöðvarnir sem undir eru og missa styrk sinn.  Sama gildir um annað í líkamanum svo sem hjarta og bein.  Þannig að ef ekki er reynt áhjarta, vöðva og bein með hreyfingu getur það valdið sjúkdómum seinna á lífsleiðinni svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, vöðvabólgum og bakverkjum.  Hreyfing hefur einnig áhrif á fleiri þætti.  Þannig hefur verið sýnt fram á  með rannsóknum að hreyfing á yngri árum hefur áhrif á lífsstíll seinna meir.   Unglingar sem þjálfa reglubundið reykja síður, eru að meðaltali léttari,  ná betri námsárangri  og líður betur.

Foreldrar eru mikilvægir mótunaraðilar í hreyfivenjum barna. Jákvætt viðhorf og hvatning foreldra ásamt því að vera góðar fyrirmyndir skiptir sköpum fyrir barnið.

Þá er einnig gott að hafa í huga að hreyfing barna þarf ekki að vera skipulögð. Leikurinn ætti að vera rauði þráðurinn í hreyfingu barna, ein klukkustund  á dag utan skólatíma í leikjum úti er fyllilega nóg fyrir börn en þau mega alltaf hreyfa sig meira.

Við hvetjum því foreldra til að gefa börnum sínum gott veganesti út í lífið með því að hvetja þau til að hreyfa sig á hverjum degi.

Posted in Greinar | Leave a comment

Möguleikar til að auka daglega hreyfingu fjölskyldunar.

Finnið tækifæri til æfinga í daglega lífinu t.d. ganga út í búð,  leggja bílnum lengra frá áfangastað, nota stiga í stað lyftu.

Kaupið leikföng og gjafir sem hvetja til hreyfingar t.d. bolta, íþróttaáhöld og leiki sem krefjast hreyfingar

Munið að heimilsverk er hreyfing, t.d. garðvinna, þvo bílinn, þurrka af eða moka snjó.

Finnið eitthvað skemmtilegt sem krefst hreyfingar til að fagna einhverju t.d. göngu út í náttúrunni til að halda upp á afmæli.

Aukið hreyfingu um helgar t.d. gönguferðir, fljúga flugdreka og sund.

Skipuleggið hreyfingu fyrir alla fjölskylduna a.m.k. einu sinni í viku t.d. hjóla, fara í lengri gönguferðir.

Takið þátt í íþrótta- og tómstundastarfi.

Posted in Greinar | Leave a comment

Íslensk börn þjökuð af ofþyngd og offitu

Nýleg rannsókn um lífstíll 9 og 15 ára barna á íslandi bendir til þess að um 20 % þeirra séu ofþung eða offeit.  Þetta er þeimur alvarlegra þegar litið er til þess að um 70 % barna sem eru offeit verða það líka á fullorðisárum.  Þessi rannsókn bendir til þess að íslendingar séu nú meðal feitustu þjóða í heimi.

(doktor.is; cdc.gov)

Posted in Greinar | Leave a comment

Umhverfisþættir sem auka orkuneyslu

Engin þarf lengur að vera í vafa um hvort að íslendingar séu að fita, flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á landinu nú á síðustu árum staðfesta að við fitnum.  Næsta skref er því væntalega að gera sér grein fyrir því hvers vegna, til að hægt verði að sporna gegn þessari hættulegu þróun.

Umhverfisþættir  sem auka orkuneyslu.

  • Skammtastærðir.
  • Mikill fita, föst fita.
  • Hátt sykurstig matar.
  • Aðgangur að gosdrykkjum.
  • Sykur.
  • Góðar aðgangur að fæðu.
  • Lágur kostnaður.
  • Gott bragð.
  • Fjölbreyttni fæðu.
  • Auglýsingar.
  • Hraði/hagræði.

Umhverfisþættir sem minnka orkueyðslu.

  • Minnkandi þörf fyrir hreyfingu á vinnustöðum.
  • Engin íþróttakennsla í skólum, minni tími til leikja.
  • Umhverfisskipulag er óvinnveit hreyfingu.
  • Bílalúgur.
  • Samgöngukerfi byggt á bílum.
  • Lyftur og rúllustigar.
  • Takmarkaður eða engin aðgangur að stigum.
  • Fjarstýringar.
  • Sjónvarp, tölvuleikir, netið og kyrrsetu afþreyging.
  • Heimilistæki og vinnu sparandi búnaður.
Posted in Greinar | Leave a comment